Ekki alveg rétt!!!

Þessi frétt er nú ekki alveg rétt.

Hér virðist sem ríkið sé að leggja fram þessa 35 milljarða en svo er ekki, heldur eru það bankarnir sjálfir sem eiga að leggja peninga í þennan sjóð næstu 2 árin. Þannig eru einstaklingar og fyrirtæki sem eiga inneignir í bönkunum tryggð gegn tapi óháð upphæðinni sem þeir eiga innistandandi en hingað til hafa einungis innistæður uppað 300.000 Dkr verið tryggðar. Fari tapið hinsvegar fram yfir þessa 35 milljarða, leggur ríkið fram það sem uppá vantar í svokallaðan tryggingasjóð.

Þessi aðgerð kemur sér vel fyrir litlu bankana enda hefur verið tilhneiging til þess að fólk sem á innistæður í litlum bönkum og útibúum hafi verið að taka út úr þeim og flytja sig yfir í stóru bankana af ótta við að tapa eigum sínum. Danmörk er ólíkt mörgum öðrum löndum að því leiti að hér eru gífurlega margir litlir bankar og sparisjóðir en ekki bara fáir stórir líkt og á Íslandi. Þessu á að reyna að halda þannig með þessari aðgerð til að halda í samkeppni á fjármálamarkaðinum, en óneitanlega vekur þetta óánægju á meðal stóru bankanna sem munu með þessari aðgerð borga fyrir keppinautana svo þeir fari ekki á hausinn.

 


mbl.is Bönkum bjargað í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikid oskaplega er eg ordinn threyttur a thessum visvitandi villugjørnu frettum i thessum svokølludu ohadu islensku fjølmidlum. Thetta er ekki fyrsta skipti sem thetta er gert. Gud hvad thad vantar raunverulega fjølmidla a Islandi svo folk fai i thad minnsta nokkurnvegin  sannfærda mynd af atburdum bædi innanlands sem utanlands!

Thor (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband