Verslunarferd í Janúar

Ja hérna,

Er þetta kannski bara spurning um að maður skelli sér í verslunarferð á útsölur á Íslandi í janúar. Það hlýtur að verða mikið framboð því verslunareigendur eru örugglega vel á veg komnir með að versla inn jólavöruna (það eru nú einu sinni bara rúmir 2 mánuðir til jóla) en landinn hefur ekki efni á að kaupa hana. Annars á ég nú bágt með að sjá að Íslendingar láti það nú ekki samt eftir sér að versla ný jólaföt á alla familíuna (það eru allavega 6 ár síðan ég gerði það síðast) og leyfi sér áfram ýmsan munað þrátt fyrir að þeir hafi engan veginn efni á því. Nú ætti ríkið að borga undir alla Íslendinga ferð til Danmerkur þar sem þeir geta farið á námskeið í að jarða kreditkortin og lifa bara af því sem þeir eiga til, en ekki helmingi meiru!

Guð blessi Ísland


mbl.is Til Íslands í innkaupaferðir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heijj vissi ekki að þú værir með heimasíðu... þú ert nú enn meiri lúðinn að segja mér það ekki!

Íris Alda Ísleifsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 23:57

2 identicon

Hæ. fann síðuna þína þegar ég var að gúggla nafninu þínu. Meiri myndarskapurinn að vera bæði með blogg og fésbók. Sendi hérna með afmæliskveðju til Sindra Ólafs og bið að heilsa öllum hinum. Við virðumst aldrei vera á sama tíma á msn. kveðja mamma.

Auður Albertsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband